Heimild: BBC
Frábær helgi að baki fyrir Liverpool sem er með fimm stiga forystu. Liverpool vann Aston Villa en Manchester City tapaði gegn Brighton og Arsenal gerði jafntefli gegn Chelsea. Troy Deeney er búinn að velja lið umferðarinnar fyrir BBC.
Markvörður: Andre Onana (Manchester United) - Átti mikilvægar vörslur þó fólk segi að þetta hafi 'bara verið gegn Leicester'. United vann öflugan 3-0 sigur í síðasta leiknum undir stjórn bráðabirgðastjórans Ruud van Nistelrooy.
Varnarmaður: Noussair Mazraoui (Manchester United) - Dalot var í vandræðum, Mazraoui var þá færður í hans bakvörð og lokaði á hættuna.
Miðjumaður: Bruno Fernandes (Manchester United) - Portúgalski fyrirliðinn stígur upp þegar á þarf að halda. Kom United yfir gegn Leicester og alveg hægt að segja að hann hafi líka skorað annað mark leiksins þó það skráist sem sjálfsmark. Leiðtogi.
Miðjumaður: Joelinton (Newcastle) - Það vill gleymast að þessi stóri og stæðilegi leikmaður kom upphaflega sem sóknarmaður. Er að verða betri og betri sem miðjumaður og skoraði gegn Forest.
Sóknarmaður: Yoane Wissa (Brentford) - Tvö mörk í viðbót frá Wissa sem hefur verið funheitur. Brentford vann 3-2 gegn Bournemouth.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Mark og stoðsending gegn Forest. Þegar Isak er í stuði er Newcastle í stuði.
Stjóri: Gary O'Neil (Wolves): - Skilaði nauðsynlegum sigri gegn Southampton með alla þessa pressu á sér.
Athugasemdir