Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. janúar 2023 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýtur á Moukoko - „Þakklæti er ekki gjaldmiðill í fótbolta"
Moukoko
Moukoko
Mynd: EPA
Watzke
Watzke
Mynd: Getty Images
Í landsleik með Þýskalandi
Í landsleik með Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko er átján ára framherji Dortmund sem verður samningslaus í sumar. Hann hefur verið á lista yfir allra efnilegustu leikmenn heims undanfarin ár. Hann kom til Dortmund frá St. Pauli árið 2016 og var reglulega fjallað um markafjölda hann með unglingaliðum Dortmund áður en hann fékk sínar fyrstu mínútur með Dortmund í nóvember 2020.

Það er regla í Þýskalandi að leikmaður megi ekki spila í Bundesliga fyrr en hann er orðinn sextán ára. Það varð Moukoko árið 2020 og hefur síðan skorað ellefu mörk í 59 leikjum í öllum keppnum.

Moukoko er eftirsóttur og hefur m.a. verið fjallað um áhuga Newcastle og Chelsea á leikmanninum. Þá hefur Barcelona einnig áhuga. Newcastle er sagt hafa lagt fram munnlegt tilboð í Moukoko þar sem honum voru boðin 150 þúsund pund í vikulaun, 35 sinnum hærri laun en hann er með í dag. Þar sem minna en sex mánuðir eru eftir af samningnum mega önnur félög ræða við leikmanninn.

150 þúsund pund í vikulaun er eitthvað sem Dortmund getur ekki jafnað í sínum viðræðum við leikmanninn. Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, tjáði sig um Moukoko í viðtali við Sky Sport Germany. Hann virðist aðeins skjóta á unga kappann.

„Ég byrjaði fyrir átján árum og gekk á þeim tíma út frá því að stundum hefði þakklæti ákveðið vægi, en ég er hættur því fyrir löngu," sagði Watzke.

„Þakklæti er ekki gjaldeyrir í fótboltaheiminum. Þannig er staðan, sem er sorglegt. Ég mun ekki halda því gegn neinum því viðskipti eru eins og þau eru."

„Þetta er ekki venjulegt mál. Munurinn á þessu og öðru er að hann er átján ára núna og var á HM sem vekur enn meiri athygli á honum."

„Það er algjörlega rökrétt að hann sé núna að reyna komast í góða stöðu fyrir sjálfan sig. En það er líka rökrétt að við erum með okkar hugmyndir."

„Ef það tvennt fer ekki saman þá mun samstarfið ekki halda áfram. Við vonum að hann verði áfram hjá okkur,"
sagði Watzke.

Á tímabilinu hefur Watzke skorað sex mörk í fjórtán leikjum í Bundesliga og var, eins og Watzke kom inn á, hluti af þýska landsliðshópnum á HM í Katar. Hann á að baki tvo leiki með þýska landsliðinu og hefur skorað sex mörk í fimm leikjum með U21 landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner