Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 16:12
Elvar Geir Magnússon
Jesus fór af velli á börum
Mynd: EPA
Nú stendur yfir leikur Arsenal og Manchester United í bikarnum en staðan er markalaus þegar seinni hálfleikur er kominn á fulla ferð.

Fyrri hálfleikurinn var ákaflega tíðindalítill en Arsenal varð fyrir áfalli þegar Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus fór af velli vegna hnémeiðsla, eftir samstuð við Bruno Fernandes sem virtist sakleysislegt.

Jesus huldi andlit sitt, gríðarlega svekktur, þegar hann var borinn af velli.

Hann bætist við meiðslalista Arsenal þar sem meðal annars má finna Bukayo Saka sem verður frá þar til í mars. Þá eru Ethan Nwaneri, Takehiro Tomiyasu og Ben White meiddir.

Stuðningsmenn Arsenal vilja að félagið opni veskið í janúar og köll eftir því verða bara háværari eftir þessi meiðsli Jesus.
Athugasemdir
banner