Kamerúnski landsliðsmarkvörðurinn André Onana er kominn með nýjan umboðsmann.
Onana hefur ekki staðist væntingar frá komu sinni til Manchester United og gæti skipt um félag næsta sumar.
Onana er 28 ára gamall og með þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana.
Hann er búinn að skipta yfir til LIAN Sports Group umboðsskrifstofunnar sem ofurumboðsmaðurinn Fali Ramadani hefur yfirumsjón með.
Onana er verðmætasti leikmaður skrifstofunnar sem stendur en leikmenn á borð við Milos Kerkez, Nikola Milenkovic, Federico Chiesa, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy eru einnig með samninga þar.
Athugasemdir