Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 12. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin Hliðin - Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík í Pepsi-deild karla er spáð 12. sæti í deildinni og þar með því neðsta. Í dag er það miðjumaðurinn Egill Jónsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Egill Jónsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Gillz, Gilli, Gilbert, Gilli Glæpur. Grapefruit.

Aldur: 26

Hjúskaparstaða: Einn á báti

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsta alvöru innkoman mín var árið 2009 þegar mér hlotnaðist sá heiður að koma inn á fyrir Guðmund Benediktsson í bikarleik gegn Val. Hann lýsti skiptingunni sjálfur í beinni. Það sló mig smá út af laginu.

Uppáhalds drykkur: Há tveir O

Uppáhalds matsölustaður: Austurlandahraðlestin er klassík

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl, en keyri um göturnar á Picanto

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Seinfeld eru uppáhaldsþættirnir. En Breaking Bad eru samt bestu sjónvarpsþættir sem hafa verið gerðir. Enginn getur sagt neitt gegn því

Uppáhalds tónlistarmaður: Of erfið spurning. Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter í hófi

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Kosegruppa er að koma sterk inn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Alltaf eitthvað nýtt „combo“

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Af hverju í fja"$%# varstu að senda mér sms, Grapefruit? Hefurðu heyrt um messenger?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Barcelona...

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Björn Daníel

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Björn Daníel

Sætasti sigurinn: Rigningarsigur á Fylki 2011 sem tryggði kærkominn Íslandsmeistaratitil í vesturbæinn.

Mestu vonbrigðin: ...eru í fortíðinni

Uppáhalds lið í enska: Real Madrid

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Droif Snorrason. Hann getur gert allt inni á fótboltavellinum. #Whataman

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Afsala mér titlinum og leggja til að Guðni Bergsson myndi taka við af mér.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Gísli Eyjólfs og Guðrún Karítas

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hitti Óskar Örn um daginn. Hann ber gríðarlega mikinn þokka með sér

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Embla Grétars ennþá
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Alfreð Mamadou Faye
Uppáhalds staður á Íslandi: 101/107/355/0190

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Síðast þegar ég skoraði mark. Að mig minnir var það alveg mjög skemmtilegt atvik, og átti sér stað fyrir þó nokkru síðan

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Ýti á snooze. Snooze-a þó ekki frá sjö til tvö.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Úrslitakeppni NFL er að koma virkilega sterk inn

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas-eitthvað. Þeir eru bláir út af því að þeir fást ekki svartir

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mæta

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Danska lagið I´ll Never Ever Let You Go með Rollo & King sem lenti í öðru sæti árið 2001. Lagið vann ekki vegna þess að Danmörk hafði unnið árið á undan.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar þeir stilltu upp í kerfið 2 - 8...

Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju: Líklega Almarr Ormarsson, Aron Bjarka Jósepsson og Atla Sigurjóns. Þá gætum við kannski loksins gefið okkur tíma til að klára byltingarkennda app-ið sem við ætluðum að gefa út þegar við vorum saman í KR.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég (ásamt hljómsveit) tapaði fyrir Aroni Can í vali á nýliðum ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þó svo að hörð mótmæli og jafnvel áflog hafi átt sér stað meðal almennings í kjölfarið, þá fannst mér persónulega að hann hafi átt þetta skilið...

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner