Miðjumaðurinn ungi Eduardo Camavinga hefur engan áhuga á að framlengja samning sinn við Rennes samkvæmt frétt The Athletic í dag.
Hinn 18 ára gamli Camavinga verður samningslaus sumarið 2022 og ekki er ólíklegt að Rennes reyni að selja hann í sumar.
Camavinga varð yngsti landsliðsmaður Frakklands undanfarin 100 ár þegar hann spilaði gegn Úkraínu í september.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Camavinga nú þegar spilað 77 leiki með Rennes og mörg erlend stórlið eru með hann undir smásjánni.
Camavinga er ekki á því að framlengja samninginn sinn og því gæti Rennes reynt að selja hann í sumar til að fá pening í kassann.
Athugasemdir