Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fös 12. apríl 2024 22:59
Sverrir Örn Einarsson
Gregg: Getum ekki séð eftir því
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var nokkuð jafn leikur og ýmsir hlutir framan af sem við þurfum að vinna í í seinni hálfleik. En líkamlegir yfirburðir, hugarfar og allt það sem við höfum unnið í sem lið lét sjá sig í síðari hálfleik sem við stjórnuðum að stærstum hluta. Ég var því skýjunum með frammistöðuna í síðari hálfleik. “ Sagði Gregg Ryder þjálfari KR eftir 3-1 sigur hans manna á Stjörnunni í Garðabæ aðspurður hvað væri að baki þessum sigri KR.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR sem vann 4-3 sigur á Fylki í fyrstu umferð og fylgdi honum því vel eftir með öðrum sigri í kvöld. Sér Gregg jákvæða framþróun á liðinu á milli leikja?

„Ég er með hóp leikmanna sem eru til algjörar fyrirmyndar hvað varðar hugarfar og vinnusemi og hversu mikið þeir vilja bara vinna. Mæta á æfingar daglega og leggja hart að sér og hlusta á hvað þjálfarateymið leggur fyrir þá og í dag þá framkvæmdu þeir það allt. Frammistaðan í dag er þeirra.“

Nokkuð hefur verið rætt um meiðslin sem herja á lið KR og þá til að mynda hvort Gregg hefði gert mistök með því að spila Aroni Sigurðarsyni í fyrsta leik gegn Fylki þar sem hann meiddist og verður frá í einhverjar vikur. Í viðtali við Vísi í dag sagði Gregg að áhættan hefði ekki verið til staðar og því rétt að láta Aron spila. Sér hann samt á einhvern hátt eftir því?

„Nei, við gerðum allt rétt. Hann æfði á fullu vikuna á undan og var að ná fullum hraða í sprettum og héldum við á engan hátt aftur af honum og þú getur ekki séð eftir því. Hvað meiðslin varðar verðum við að horfa á það jákvæða, Atli spilar 75 mínútur og gerði vel.“

Sagði Gregg en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR sé að leita fyrir sér á markaðnum.
Athugasemdir
banner