Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
banner
   fös 12. apríl 2024 22:59
Sverrir Örn Einarsson
Gregg: Getum ekki séð eftir því
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var nokkuð jafn leikur og ýmsir hlutir framan af sem við þurfum að vinna í í seinni hálfleik. En líkamlegir yfirburðir, hugarfar og allt það sem við höfum unnið í sem lið lét sjá sig í síðari hálfleik sem við stjórnuðum að stærstum hluta. Ég var því skýjunum með frammistöðuna í síðari hálfleik. “ Sagði Gregg Ryder þjálfari KR eftir 3-1 sigur hans manna á Stjörnunni í Garðabæ aðspurður hvað væri að baki þessum sigri KR.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR sem vann 4-3 sigur á Fylki í fyrstu umferð og fylgdi honum því vel eftir með öðrum sigri í kvöld. Sér Gregg jákvæða framþróun á liðinu á milli leikja?

„Ég er með hóp leikmanna sem eru til algjörar fyrirmyndar hvað varðar hugarfar og vinnusemi og hversu mikið þeir vilja bara vinna. Mæta á æfingar daglega og leggja hart að sér og hlusta á hvað þjálfarateymið leggur fyrir þá og í dag þá framkvæmdu þeir það allt. Frammistaðan í dag er þeirra.“

Nokkuð hefur verið rætt um meiðslin sem herja á lið KR og þá til að mynda hvort Gregg hefði gert mistök með því að spila Aroni Sigurðarsyni í fyrsta leik gegn Fylki þar sem hann meiddist og verður frá í einhverjar vikur. Í viðtali við Vísi í dag sagði Gregg að áhættan hefði ekki verið til staðar og því rétt að láta Aron spila. Sér hann samt á einhvern hátt eftir því?

„Nei, við gerðum allt rétt. Hann æfði á fullu vikuna á undan og var að ná fullum hraða í sprettum og héldum við á engan hátt aftur af honum og þú getur ekki séð eftir því. Hvað meiðslin varðar verðum við að horfa á það jákvæða, Atli spilar 75 mínútur og gerði vel.“

Sagði Gregg en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR sé að leita fyrir sér á markaðnum.
Athugasemdir
banner