Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   fös 12. apríl 2024 22:59
Sverrir Örn Einarsson
Gregg: Getum ekki séð eftir því
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var nokkuð jafn leikur og ýmsir hlutir framan af sem við þurfum að vinna í í seinni hálfleik. En líkamlegir yfirburðir, hugarfar og allt það sem við höfum unnið í sem lið lét sjá sig í síðari hálfleik sem við stjórnuðum að stærstum hluta. Ég var því skýjunum með frammistöðuna í síðari hálfleik. “ Sagði Gregg Ryder þjálfari KR eftir 3-1 sigur hans manna á Stjörnunni í Garðabæ aðspurður hvað væri að baki þessum sigri KR.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR sem vann 4-3 sigur á Fylki í fyrstu umferð og fylgdi honum því vel eftir með öðrum sigri í kvöld. Sér Gregg jákvæða framþróun á liðinu á milli leikja?

„Ég er með hóp leikmanna sem eru til algjörar fyrirmyndar hvað varðar hugarfar og vinnusemi og hversu mikið þeir vilja bara vinna. Mæta á æfingar daglega og leggja hart að sér og hlusta á hvað þjálfarateymið leggur fyrir þá og í dag þá framkvæmdu þeir það allt. Frammistaðan í dag er þeirra.“

Nokkuð hefur verið rætt um meiðslin sem herja á lið KR og þá til að mynda hvort Gregg hefði gert mistök með því að spila Aroni Sigurðarsyni í fyrsta leik gegn Fylki þar sem hann meiddist og verður frá í einhverjar vikur. Í viðtali við Vísi í dag sagði Gregg að áhættan hefði ekki verið til staðar og því rétt að láta Aron spila. Sér hann samt á einhvern hátt eftir því?

„Nei, við gerðum allt rétt. Hann æfði á fullu vikuna á undan og var að ná fullum hraða í sprettum og héldum við á engan hátt aftur af honum og þú getur ekki séð eftir því. Hvað meiðslin varðar verðum við að horfa á það jákvæða, Atli spilar 75 mínútur og gerði vel.“

Sagði Gregg en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR sé að leita fyrir sér á markaðnum.
Athugasemdir
banner
banner