Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 12. apríl 2024 22:59
Sverrir Örn Einarsson
Gregg: Getum ekki séð eftir því
Gregg Ryder
Gregg Ryder
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var nokkuð jafn leikur og ýmsir hlutir framan af sem við þurfum að vinna í í seinni hálfleik. En líkamlegir yfirburðir, hugarfar og allt það sem við höfum unnið í sem lið lét sjá sig í síðari hálfleik sem við stjórnuðum að stærstum hluta. Ég var því skýjunum með frammistöðuna í síðari hálfleik. “ Sagði Gregg Ryder þjálfari KR eftir 3-1 sigur hans manna á Stjörnunni í Garðabæ aðspurður hvað væri að baki þessum sigri KR.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR sem vann 4-3 sigur á Fylki í fyrstu umferð og fylgdi honum því vel eftir með öðrum sigri í kvöld. Sér Gregg jákvæða framþróun á liðinu á milli leikja?

„Ég er með hóp leikmanna sem eru til algjörar fyrirmyndar hvað varðar hugarfar og vinnusemi og hversu mikið þeir vilja bara vinna. Mæta á æfingar daglega og leggja hart að sér og hlusta á hvað þjálfarateymið leggur fyrir þá og í dag þá framkvæmdu þeir það allt. Frammistaðan í dag er þeirra.“

Nokkuð hefur verið rætt um meiðslin sem herja á lið KR og þá til að mynda hvort Gregg hefði gert mistök með því að spila Aroni Sigurðarsyni í fyrsta leik gegn Fylki þar sem hann meiddist og verður frá í einhverjar vikur. Í viðtali við Vísi í dag sagði Gregg að áhættan hefði ekki verið til staðar og því rétt að láta Aron spila. Sér hann samt á einhvern hátt eftir því?

„Nei, við gerðum allt rétt. Hann æfði á fullu vikuna á undan og var að ná fullum hraða í sprettum og héldum við á engan hátt aftur af honum og þú getur ekki séð eftir því. Hvað meiðslin varðar verðum við að horfa á það jákvæða, Atli spilar 75 mínútur og gerði vel.“

Sagði Gregg en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR sé að leita fyrir sér á markaðnum.
Athugasemdir
banner