Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 14:58
Brynjar Ingi Erluson
Amanda í bikarúrslit - Linköping án stiga eftir þrjá leiki
Amanda er komin í úrslit hollenska bikarsins
Amanda er komin í úrslit hollenska bikarsins
Mynd: Twente
Amanda Andradóttir og stöllur hennar í Twente komust í dag í úrslit hollenska bikarsins með því að vinna 5-1 stórsigur á SV Saestum á útivelli.

Íslenska landsliðskonan byrjaði leikinn með Twente en var skipt af velli í hálfleik.

Twente skoraði tvö til viðbótar í þeim síðari og tryggði sér sæti í bikarúrslit en liðið mætir þar Feyenoord eða PSV.

Íris Ómarsdóttir gerði sigurmark Stabæk í 1-0 sigrinum á Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni.

Stabæk hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í deildinni og er sem stendur í 4. sæti deildarinnar.

María Catharina Ólafsdóttir Gros byrjaði hjá Linköping sem tapaði þriðja deildarleik sínum í röð er það laut í lægra haldi fyrir Brommapojkarna, 3-1, í dag. Linköping er því áfram stigalaust á botninum í sænsku úrvalsdeildinni.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn af bekknum hjá Bröndby sem er í 3. sæti með 29 stig, níu stigum frá toppnum þegar sjö leikir eru eftir af móti.

Sunneva Hrönn SIgurvinsdóttir lék allan leikinn með FCK sem vann 2-0 sigur á Varde í fallriðli dönsku B-deildarinnar. FCK er á toppnum í riðlinum með 6 stig.

Hildur Antonsdóttir byrjaði hjá Madrid sem tapaði fyrir Sevilla, 2-1, í Liga F deildinni á Spáni. Madrid er í 10. sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner