Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjarnafæðimót kvenna: FHL rúllaði yfir Þór/KA í fyrri hálfleik og Tindastóll varð meistari
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Tindastóll er Kjarnafæðimótsmeistari kvenna eftir tap Þór/KA gegn FHL í síðasta leik mótsins í gær.

Þór/KA var á toppnum fyrir leikinn með jafn mörg stig og Tindastóll en Þór/KA var með betri markatölu sem nam tveimur mörkum.

FHL byrjaði leikinn betur og Aida Karodvic kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik. Þór/KA sótti á mark Tindastóls en það var Calliste Brookshire sem kom FHL í 2-0 eftir frábæra skyndisókn.

Hope Santaniello bætti þriðja markinu við og staðan var orðin 3-0 eftir 25 mínútna leik. Aida skoraði annað mark sitt og fjórða mark FHL undir lok fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var rólegri en yngri leikmenn liðanna fengu að spreyta sig. Bríet Fjóla Bjarnadóttir, fædd 2010, klóraði í bakkann fyrir Þór/KA á 74. mínútu en nær komust þær ekki.

Þessi úrslit þýddu að Tindastóll endar á toppnum og er Kjarnafæðimótsmeistari árið 2025.
Athugasemdir
banner