
„Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Við spiluðum frábæran bolta og vorum með sama orku stig og þeir," sagði Konráð Freyr Sigurðsson, annar af þjálfurum og leikmaður Tindastóls eftir tap gegn Völsungi í 2. umferð Mjólkurbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: Tindastóll 7 - 8 Völsungur
Tindastólsliðið mætti vængbrotið til leiks en liðið var aðeins með fjóra leikmenn á bekknum.
„Það voru fimm leikmenn utan hóps sem eru meiddir. Við vorum að tjasla þessum leik saman og allir stóðu sig frábærlega," sagði Konni.
Tindastóll spilar í 3. deild í sumar eftir að hafa unnið 4. deildina síðasta sumar.
„Við förum inn í leikina til að vinna þá. Við tökum bara leik fyrir leik, ekkert heildarmarkmið. Ef við vinnum alla leiki þá förum við beint upp," sagði Konni og brosti.
Athugasemdir