Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 17:03
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Völsungur áfram eftir vítakeppni á Króknum
Völsungur er komið í 32-liða úrslit
Völsungur er komið í 32-liða úrslit
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Tindastóll 1 - 1 Völsungur (6-7 eftir vítakeppni)
1-0 Arnar Ólafsson ('37 )
1-1 Davíð Örn Aðalsteinsson ('79 )
1-2 Arnar Pálmi Kristjánsson ('120 , víti)
2-2 Manuel Ferriol Martínez ('120 , víti)
2-2 Elvar Baldvinsson ('120 , misnotað víti)
2-2 Svetislav Milosevic ('120 , misnotað víti)
2-3 Tómas Bjarni Baldursson ('120 , víti)
3-3 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson ('120 , víti)
3-4 Elmar Örn Guðmundsson ('120 , víti)
4-4 Konráð Freyr Sigurðsson ('120 , víti)
4-4 Tryggvi Grani Jóhannsson ('120 , misnotað víti)
4-4 Sverrir Hrafn Friðriksson ('120 , misnotað víti)
4-5 Rafnar Máni Gunnarsson ('120 , víti)
5-5 Svend Emil Busk Friðriksson ('120 , víti)
5-6 Aron Bjarki Kristjánsson ('120 , víti)
6-6 Ivan Tsvetomirov Tsonev ('120 , víti)
6-7 Inigo Albizuri Arruti ('120 , víti)
7-7 Sigurður Snær Ingason ('120 , víti)
7-8 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('120 , víti)
7-8 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('120 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

Völsungur kom sér á dramatískan hátt áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið Tindastól í vítakeppni á Sauðárkróksvelli í dag.

Stólarnir byrjuðu leikinn betur og voru nálægt því að komast yfir strax á 6. mínútu er fyrirgjöf Benjamíns Gunnlaugarsonar hafnaði í þverslá.

Sex mínútum síðar kom Gestur Aron Sörensson sér í úrvalsfæri fyrir Völsung en hitti ekki markið.

Leikurinn róaðist aðeins eftir það en um átta mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda er Arnar Ólafsson komst inn fyrir og átti skot sem fór af varnarmanni, yfir markvörðinn og í netið.

Völsungur ógnaði meira í þeim síðari og leituðu að jöfnunarmarkinu sem kom þegar ellefu mínútur voru til leiksloka en þar var að verki Davíð Örn Aðalsteinsson með skalla eftir aukaspyrnu.

Mörkin urðu ekki fleiri eftir venjulegan leiktíma og var því framlengt en gestirnir fengu urmul af færum til að gera út um leikinn í framlengunni en inn vildi boltinn ekki. Tvö sláarskot og þá slapp Rafnar Máni Gunnarsson eitt sinn inn fyrir en lét verja frá sér.

Knýja þurfti fram sigurvegara í vítakeppni og þar hafði Völsungur betur, 7-6, eftir bráðabana og er því komið í 32-liða úrslit gegn Þrótti R.

Tindastóll Nikola Stoisavljevic (m), Sverrir Hrafn Friðriksson, Svend Emil Busk Friðriksson, David Bercedo, Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson, Svetislav Milosevic, Manuel Ferriol Martínez, Bragi Skúlason, Ivan Tsvetomirov Tsonev, Arnar Ólafsson, Henrik Hermannsson
Varamenn Konráð Freyr Sigurðsson, Eysteinn Bessi Sigmarsson, Daníel Smári Sveinsson, Sigurður Snær Ingason

Völsungur Ívar Arnbro Þórhallsson (m), Arnar Pálmi Kristjánsson, Elvar Baldvinsson, Inigo Albizuri Arruti, Ólafur Jóhann Steingrímsson, Bjarki Baldvinsson, Rafnar Máni Gunnarsson, Gestur Aron Sörensson, Jakob Héðinn Róbertsson, Elmar Örn Guðmundsson, Davíð Örn Aðalsteinsson
Varamenn Steinþór Freyr Þorsteinsson, Tómas Bjarni Baldursson, Aron Bjarki Kristjánsson, Tryggvi Grani Jóhannsson, Höskuldur Ægir Jónsson, Davíð Leó Lund, Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
Athugasemdir
banner
banner
banner