Sigurður Óli Guðjónsson er genginn aftur í lið við Ægi en hann kemur frá Árborg.
Sigurður hóf feril sinn á Selfossi en hann gekk til liðs við Ægi árið 2019 og spilaði þar í þrjú ár áður en hann gekk til liðs við Árborg.
Sigurður hóf feril sinn á Selfossi en hann gekk til liðs við Ægi árið 2019 og spilaði þar í þrjú ár áður en hann gekk til liðs við Árborg.
Hann er fæddur árið 2002 fjölhæfur leikmaður og hefur spilað 127 leiki á ferlinum og skorað 31 mark. Hann á 51 leik að baki fyrir Ægi.
„Félagið er afar ánægt að fá hann í sínar raðir á ný og hann mun sannarlega styrkja lið okkar mikið fyrir tímabilið 2025, segir í tilkynningu frá félaginu.
Ægir leikur í 2. deild í sumar.
Athugasemdir