Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 16:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen stimplar sig úr titilbaráttunni
Það eru nánast engar líkur á að Leverkusen takist að verja titilinn í ár
Það eru nánast engar líkur á að Leverkusen takist að verja titilinn í ár
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen stimpluðu sig úr titilbaráttunni í dag er liðið gerði markalaust jafntefli við Union Berlín á heimavelli.

Leverkusen átti ekki mörg færi gegn Union. Patrik Schick setti boltann framhjá af löngu færi og þá varði Frederik Ronnow vel í eitt skiptið.

Union var eina liðið sem kom boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þegar markið er skoðað virkaði þetta afar tæpt og slapp Leverkusen í þetta sinn.

Leverkusen tókst ekki að knýja fram sigur og er liðið svo gott sem búið að stimpla sig úr titilbaráttunni. Bayern getur náð átta stiga forystu með sigri á Borussia Dortmund í dag.

Andrej Kramaric skoraði bæði mörk Hoffenheim í 2-0 sigri liðsins á Mainz og þá vann Freiburg 2-1 sigur á Borussia Mönchengladbach.

St. Pauli vann nýliðaslaginn gegn Holsten KIel, 2-1, og um leið mikilvægan sigur í fallbaráttunni en St. Pauli er nú sjö stigum frá fallsæti á meðan Kiel er í neðsta sæti með 18 stig.

Bayer 0 - 0 Union Berlin

Hoffenheim 2 - 0 Mainz
1-0 Andrej Kramaric ('4 )
2-0 Andrej Kramaric ('32 )
Rautt spjald: Paul Nebel, Mainz ('90)

Borussia M. 1 - 2 Freiburg
1-0 Christian Gunter ('14 , sjálfsmark)
1-1 Patrick Osterhage ('16 )
1-2 Johan Manzambi ('90 )

Bochum 1 - 2 Augsburg
0-1 Samuel Essende ('16 )
1-1 Philipp Hofmann ('60 )
1-2 Mert Komur ('90 )
Rautt spjald: Arne Maier, Augsburg ('81)

Holstein Kiel 1 - 2 St. Pauli
1-0 Alexander Bernhardsson ('21 )
1-1 Danel Sinani ('34 )
1-2 Max Geschwill ('90 , sjálfsmark)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 29 21 6 2 83 29 +54 69
2 Leverkusen 29 18 9 2 63 34 +29 63
3 Eintracht Frankfurt 28 14 6 8 55 42 +13 48
4 RB Leipzig 29 13 9 7 47 37 +10 48
5 Mainz 29 13 7 9 46 34 +12 46
6 Freiburg 29 13 6 10 40 45 -5 45
7 Gladbach 29 13 5 11 46 43 +3 44
8 Dortmund 29 12 6 11 54 45 +9 42
9 Augsburg 29 11 9 9 33 40 -7 42
10 Stuttgart 28 11 7 10 51 44 +7 40
11 Werder 28 11 6 11 45 53 -8 39
12 Wolfsburg 29 10 8 11 51 45 +6 38
13 Union Berlin 29 9 7 13 26 40 -14 34
14 Hoffenheim 29 7 9 13 36 52 -16 30
15 St. Pauli 29 8 5 16 25 35 -10 29
16 Heidenheim 28 6 4 18 32 53 -21 22
17 Bochum 29 5 5 19 29 61 -32 20
18 Holstein Kiel 29 4 6 19 40 70 -30 18
Athugasemdir
banner