Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Alessandro Nesta þjálfar Monza (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
AC Monza er búið að staðfesta ráðningu á ítölsku goðsögninni Alessandro Nesta í þjálfarastöðuna hjá sér.

Monza var í þjálfaraleit eftir að Raffaele Palladino yfirgaf félagið til að taka við Fiorentina, sem missti þjálfarann sinn til Bologna fyrir viku síðan.

Nesta er 48 ára gamall og hefur þjálfað Miami FC, Perugia, Frosinone og Reggiana hingað til á þjálfaraferlinum.

Nesta er goðsögn í ítalska fótboltaheiminum og víðar. Hann er álitinn einn af allra bestu varnarmönnum sinnar kynslóðar og vann hann HM 2006 með ítalska landsliðinu eftir að hafa endað í öðru sæti á HM 2000, en báðir úrslitaleikirnir voru gegn Frakklandi.

Nesta vann urmul titla á ferli sínum sem leikmaður, þar sem hann afrekaði að sigra Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan auk þess að sigra Evrópukeppni bikarhafa með Lazio. Þá tókst honum að vinna bæði deild og bikar með báðum félögum.

Monza endaði í tólfta sæti Serie A deildarinnar á síðustu leiktíð, með 45 stig úr 38 umferðum.

Til samanburðar endaði Reggiana í ellefta sæti Serie B deildarinnar undir stjórn Nesta, með 47 stig.


Athugasemdir
banner
banner