Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 21:30
Sverrir Örn Einarsson
Steini útskýrir valið á liðinu: Var með varnagla
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti nokkra athygli er byrjunarlið Íslands var opinberað fyrir leikinn gegn Þýskalandi að Guðrún Arnardóttir ein af bestu varnarmönnum sænsku deildarinnar þetta tímabilið var á bekk en Íslenska liðsins en hún hefur átt fast sæti svo að segja í byrjunarliði Íslands í undanförnum leikjum. Þá var framherjinn Hlín Eiríksdóttir einnig á bekknum eftir að hafa byrjað flesta leiki liðsins að undanförnu og verið heit fyrir framan markið í Svíþjóð.

   12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands var spurður út í hver hugmyndin á bakvið þessar breytingar á liðinu var er hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi að leik loknum.

„Hugmyndin var mjög einföld. Ég var með í huga að við ættum tvo leiki og fjórir leikmenn á gulu spjaldi þar á meðal Guðrún (Arnardóttir) og Hlín (Eiríksdóttir).Ef Guðrún hefði spilað hefði ég verið með báða bakverði á spjaldi bæði hana og Guðný og var að hugsa það þannig að ég myndi leysa það léttilega ef önnur þeirra fengi spjald. Ég myndi þá bara láta Guðný spila og Guðrún myndi leysa hana af ef það yrði eitthvað vesen og að Natasha myndi þá bara spila seinni leikinn líka í vinstri bakverði.“

„Með Hlín þá bara taldi ég að ég þyrfti á henni að halda í seinni leiknum. Hún er sjóðandi heit í sænsku deildinni og ég bara taldi það að hún yrði mikilvægur hlekkur fyrir okkur í seinni leiknum. Það var pælingin og ég var með varnagla á því að við værum að fara í úrslitaleik á móti Póllandi.“
Athugasemdir
banner
banner