Spænska félagið Granada hefur fest kaup á franska miðjumanninum Maxime Gonalons frá Roma en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær.
                
                
                                    Gonalons, sem er 31 árs gamall miðjumaður, var lánaður frá Roma til Granada fyrir síðasta tímabil en hann spilaði 19 deildarleiki og skoraði eitt mark fyrir liðið í deildinni.
Granada ákvað að nýta sér kaupréttinn á Gonalons en félagið greiðir 4 milljónir evra fyrir hann og skrifaði hann undir samning til ársins 2023 í gær.
Spænska liðið hafnaði í sjöunda sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili og mun spila í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                        
        
         
                    
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
