Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 12. ágúst 2024 09:46
Elvar Geir Magnússon
Arsenal reynir við Coman - Felix gæti snúið aftur til Chelsea
Powerade
Coman (til hægri) í leik með franska landsliðinu.
Coman (til hægri) í leik með franska landsliðinu.
Mynd: EPA
Felix aftur til Chelsea?
Felix aftur til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Ederson verður áfram.
Ederson verður áfram.
Mynd: EPA
Vonandi var helgin ánægjuleg og skemmtilegt. Nú er komið að Powerade slúðrinu en enska úrvalsdeildin er handan við hornið og gríðarleg tilhlökkun í loftinu.

Arsenal ætlar að reyna að fá franska kantmanninn Kingsley Coman (28) á láni út tímabilið, þar sem Bayern München er tilbúið að láta hann fara. (Football Insider)

Chelsea er í viðræðum um að fá portúgalska sóknarleikmanninn Joao Felix (24) aftur á Stamford Bridge. Viðræðurnar tengjast tilraunum Atletico Madrid til að fá enska miðjumanninn Conor Gallagher (24), (Fabrizio Romano)

Viðræður Chelsea við Atletico um spænska framherjann Samu Omorodion (20) runnu út í sandinn en þær þróuðust ekki á þann hátt sem vonast hafði verið eftir. Því hefur Chelsea snúið sér að Felix og er einnig að skoða möguleika á að fá Victor Osimhen (25) frá Napoli. (BBC)

Ivan Toney (28), framherji Brentford, er til skoðunar hjá Al-Ahli og fleiri félögum í atvinnumannadeildinni í Sádi-Arabíu. (Fabrizio Romano)

Stuttgart er í viðræðum um að fá Armando Broja (22) á láni frá Chelsea en þessi albanski sóknarmaður er tilbúinn að ganga til liðs við þýska félagið. (Sky Sports Þýskalandi)

AC Milan hefur áhuga á að fá Tammy Abraham (26) frá Roma á lánssamningi með kaupréttindum. Bournemouth, Everton og Leicester City hafa einnig áhuga á enska sóknarmanninum. (Calciomercato)

Nottingham Forest hefur hafnað tilboði Atalanta upp á meira en 20 milljónir evra í velska varnarmanninn Neco Williams (23). (Fabrizio Romano)

Virgil van Dijk (33), varnarmaður Liverpool, á eitt ár eftir af samningi sínum og þessi hollenski landsliðsmaður segir að engin breyting hafi orðið á samningsstöðu sinni. (Liverpool Echo)

Manchester United hefur náð samkomulagi við enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (26) um útgöngusamning áður hann fer til West Ham. (Mail)

Brasilíski markvörðurinn Ederson (30) hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu en segist vera áfram hjá Manchester City eftir að hafa rætt málin við Pep Guardiola. (Mirror)

Leicester City hefur boðið 23,2 milljónir punda í gríska framherjann Fotis Ioannidis (24) hjá Panathinaikos. Þá heldur Leicester áfram að reyna að fá Wilfried Zaha (31), kantmann Fílabeinsstrandarinnar, frá Galatasaray. (Telegraph)

Brentford hefur samið um að fá sænska miðjumanninn Jens Cajuste (24) frá Napoli á láni út tímabilið, með skuldbindingu um að kaupa hann síðan fyrir um 10 milljónir punda. (Football Insider)

Borussia Dortmund ætlar að kaupa þýska framherjann Maximilian Beier (21) frá Hoffenheim fyrir rúmlega 30 milljónir evra (25,7 milljónir punda). (Sky Sports Þýskalandi)
Athugasemdir
banner
banner
banner