Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mán 12. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea lánar annan leikmann til Strasbourg (Staðfest)
Mynd: Strasbourg

Caleb Wiley er genginn til liðs við franska félagið Strasbourg á láni frá Chelsea.


Hann er annar leikmaður Chelsea sem fer á lán til franska liðsins en Andrey Santos fór þangað á dögunum en hann var einnig á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

WIley er 19 ára gamall bandarískur vinstri bakvörður en hann gekk til liðs við Chelsea frá Atlanta United í síðasta mánuði.

Hann þykir gríðarlega efnilegur en hann hefur þegar spilað tvo landsleiki fyrir bandaríska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner