Caleb Wiley er genginn til liðs við franska félagið Strasbourg á láni frá Chelsea.
Hann er annar leikmaður Chelsea sem fer á lán til franska liðsins en Andrey Santos fór þangað á dögunum en hann var einnig á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
WIley er 19 ára gamall bandarískur vinstri bakvörður en hann gekk til liðs við Chelsea frá Atlanta United í síðasta mánuði.
Hann þykir gríðarlega efnilegur en hann hefur þegar spilað tvo landsleiki fyrir bandaríska landsliðið.
Athugasemdir