Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. september 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín Ásbjörns spáir í 9. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín telur að Þór fari í Mosfellsbæ og taki þrjú stig.
Katrín telur að Þór fari í Mosfellsbæ og taki þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon var með einn réttan þegar hann spáði í 16. umferð Lengjudeildarinnar.

Í dag verður níunda umferð deildarinnar spiluð en henni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins fyrir nokkrum vikum síðan. Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaður KR, spáir í spilin fyrir níundu umferðina.

Fram 2 - 0 Vestri (14 í dag)
Fram heldur áfram með sigurgöngu sína og tekur þrjú stig sannfærandi.

ÍBV 3 - 2 Keflavík (14 í dag)
Eftir slatta af jafnteflum upp á síðkastið hjá ÍBV munu þeir koma til með að vinna Keflavík í spennandi leik þar sem BIG Gazbov mun gera alvöru athlögu að markakóngstitli þessarar deildar.

Leiknir R. 3 - 0 Leiknir F. (14 í dag)
Mikilvægur leikur fyrir Leikni R. í toppbaráttunni. Siggi þjálfari sér til þess að hans strákar hirða öll stigin. Dimitrijevic hleður í tvö eða fleiri.

Víkingur Ó. 0 - 0 Grindavík (14 í dag)
Leiðinlegasti leikur umferðarinnar og steindautt jafntefli.

Afturelding 1 - 3 Þór (14 í dag)
Mínir menn í Þór þurfa að koma sér aftur á skrið ef þeir ætla að halda sér í efri hlutanum. Alvaro skorar tvö og leggur upp síðasta á stórskaddaða hausinn á Jóhanni Helga.

Magni 1 - 0 Þróttur R. (16:45 í dag)
Magnaðir Magnamenn vinna alvöru iðnaðarsigur á Grenivík þar sem Kristinn Þór Rósbergsson treður inn eina marki leiksins í lokin og sér til þess að magnaðir Magnamenn ríghaldi í 12. sætið.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner