Orri Hrafn Kjartansson er genginn í raðir Fylkis, uppeldisfélagið, frá Heerenveen í Hollandi. Orri, sem er 18 ára miðjumaður, hélt utan sumarið 2018 og var í vor í viðtali þar sem hann sagði frá fyrstu tveimur árunum í Hollandi og ýmsu öðru.
Sjá einnig:
Orri Kjartans: Allt var á góðu skriði - Stefni alla leið (6. maí)
Orri lék æfingaleik með aðalliði Heerenveen í sumar en ákvað undir lok félagaskiptagluggans að halda heim á nýjan leik. Orri svaraði nokkrum spurningum fréttaritara um heimkomuna.
Sjá einnig:
Orri Kjartans: Allt var á góðu skriði - Stefni alla leið (6. maí)
Orri lék æfingaleik með aðalliði Heerenveen í sumar en ákvað undir lok félagaskiptagluggans að halda heim á nýjan leik. Orri svaraði nokkrum spurningum fréttaritara um heimkomuna.
Þurfti á breytingu að halda
Hvernig kemur það til að Orri er kominn heim í Fylki?
„Ég þurfti á breytingu að halda. Ég taldi það best fyrir mig að koma aftur heim til Fylkis, persónulega og fótboltalega séð. Fylkir er búið að gera frábæra hluti í sumar og hrikalega spennandi verkefni í gangi þar," sagði Orri.
Var langur aðdragandi að þessum skiptum?
„Nei Í rauninni bara rétt fyrir lok gluggans segi ég við Heerenveen að ég vilji fara. Þetta kom svolítið að óvörum, en bæði félög unnu hratt og komust að samkomulagi."
Engin heimþrá og frábært að koma heim
Hvernig finnst Orra að vera kominn heim í Fylki?
„Mér finnst það frábært. Félagið var búið að sýna mér áhuga fyrr á árinu og menn hjá félaginu sýndu mér að þeir vildu virkilega fá mig til sín. Ég er mjög spenntur að leggja allt mitt í þetta nýja verkefni."
Var einhver heimþrá?
„Nei alls ekki. Ég taldi tímann minn í Hollandi bara búinn."
Telur sig vera að taka rétta ákvörðun
Orri lék æfingaleik með aðalliði Heerenveen í sumar. Hvernig var sú tilfinning?
„Það var auðvitað mjög góð tilfinning. Gaman að spila á háu 'leveli'. Ég var búinn að vera eitthvað í kringum aðalliðið á undirbúningstímabilinu og það var góð reynsla."
Hvernig var staðan hjá Heerenveen varðandi komandi vetur? Hefði Orri verið í U21 ára liði félagsins?
„Ég hefði spilað með U21. Svo var þetta bara spurning, hópurinn var þunnur. Félagið er búið að bæta við sig smá núna. En ég var að nýta sénsa sem ég fékk vel. Hefði í rauninni komið í ljós."
Orri kemur hér á undan inn á það hann hafi beðið um að fá að fara frá hollenska félaginu.
„Ég ákvað að ferillinn minn þyrfti einhverja nýja leið og ég tel mig hafa tekið rétta ákvörðun."
„Ég mun spila minn leik og vera ég sjálfur"
Hvernig lítur Orri á það að vera kominn í Fylki, lítur hann á þetta sem stökkpall það sem eftir lifir leiktíð og möguleika á því að fara aftur erlendis eftir þessa leiktíð?
„Það er gaman að spila með uppeldisfélaginu og hjálpa liðinu að halda áfram að gera vel. Ég mun bara spila minn leik og vera ég sjálfur. Ég er kominn til Fylkis núna og einbeiti mér að því verkefni núna, er ekki að hugsa lengra eins og er en maður veit aldrei."
Kom til greina að fara í annað félag þegar ljóst var að þú værir á förum annað?
„Nei, ég sagði umboðsmanninum mínum að heyra í Fylki. Ég horfði ekki á neitt annað."
Ekkert rétt eða rangt skref
Orri sagði hér að ofan að tími hans hefði verið búinn í Hollandi. Af hverju var hann búinn? Voru takmarkaðar líkur á aðalliðsbolta í vetur og vildi hann komast í slíkan hér á Íslandi? Er betra að spila með Fylki heldur en U21 hjá Heerenveen?
„Í rauninni er ekkert rétt eða rangt 'move' í þessu. Að berjast fyrir aðalliðs sæti og spila með U21 eða vera í aðalliðsbolta heima. Ég taldi það betra fyrir mig persónulega að koma heim miðað við hvernig ég leit á mína stöðu fótboltalega og persónulega séð," sagði Orri að lokum.
Næsti leikur Fylkis er gegn KA á Akureyri á morgun. Orri hefur lokið við heimasóttkví og gæti því tekið þátt í leiknum.
Athugasemdir