Cristiano Ronaldo gagnrýndi Erik ten Hag stjóra Manchester United í viðtali sem birtisti í vikunni. Portúgalinn sagði að félagið þyrfti að byggja allt frá grunni og gæti ekki keppt um að vinna ensku úrvalsdeildina.
„Ummæli hans hafa engin áhrif á mig. Ég veit á hvaða vegferð við erum og hvert við stefnum," segir Ten Hag en upp úr sauð í samskiptum hans og Ronaldo eins og frægt er.
„Ummæli hans hafa engin áhrif á mig. Ég veit á hvaða vegferð við erum og hvert við stefnum," segir Ten Hag en upp úr sauð í samskiptum hans og Ronaldo eins og frægt er.
„Hann sagði að Manchester United gæti ekki unnið deildina, hann sagði það ef þú lest greinina vel. Allir mega hafa sína skoðun. Hann er langt í burtu, Sádi-Arabía er langt frá Manchester."
Ten Hag sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en liðið er að fara að mæta Southampton í hádegisleiknum á laugardag. Ten Hag var spurður að því hvort lið hans væri á réttri leið?
„Við skulum sjá hvar við verðum í maí á næsta ári. Tímabilið er nýbyrjað og þetta snýst um að vinna titla, vera eins ofarlega í deildinni og mögulegt er, reyna allt til að vinna hvern einasta leik og svo sjáum við hvar við stöndum í maí," svaraði Ten Hag.
Hvað sagði Ronaldo í viðtalinu?
Ronaldo var til viðtals hjá sínum fyrrum liðsfélaga, Rio Ferdinand, og í viðtalinu gagnrýndi hann Ten Hag nokkuð harkalega.
„Þjálfari Man United getur ekki sagt að félagið geti ekki barist um að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina á hverju ári. Þetta er Man United! Þú getur hugsað ýmislegt, en getur ekki sagt hluti eins og þetta. Við verðum að reyna. Þú verður að reyna."
„Þess vegna þarf að stokka upp í hlutunum. Ef Ten Hag hlustar á Ruud van Nistelrooy... kannski hjálpar það. Hann þekkir félagið og félagið á að hlusta á mennina sem voru þarna, það er mjög mikilvægt. Rio Ferdinand, Roy Keane, Paul Scholes, Gary Nevile, Sir Alex Ferguson... þú þarft ráð frá þessum mönnum. Þú getur ekki endurbyggt félag án þekkingar," sagði Ronaldo í viðtalinu.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 20 | 14 | 5 | 1 | 48 | 20 | +28 | 47 |
2 | Nott. Forest | 21 | 12 | 5 | 4 | 30 | 20 | +10 | 41 |
3 | Arsenal | 20 | 11 | 7 | 2 | 39 | 18 | +21 | 40 |
4 | Chelsea | 21 | 10 | 7 | 4 | 41 | 26 | +15 | 37 |
5 | Newcastle | 20 | 10 | 5 | 5 | 34 | 22 | +12 | 35 |
6 | Man City | 21 | 10 | 5 | 6 | 38 | 29 | +9 | 35 |
7 | Bournemouth | 21 | 9 | 7 | 5 | 32 | 25 | +7 | 34 |
8 | Aston Villa | 20 | 9 | 5 | 6 | 30 | 32 | -2 | 32 |
9 | Fulham | 21 | 7 | 9 | 5 | 32 | 30 | +2 | 30 |
10 | Brentford | 21 | 8 | 4 | 9 | 40 | 37 | +3 | 28 |
11 | Brighton | 20 | 6 | 10 | 4 | 30 | 29 | +1 | 28 |
12 | West Ham | 21 | 7 | 5 | 9 | 27 | 41 | -14 | 26 |
13 | Tottenham | 20 | 7 | 3 | 10 | 42 | 30 | +12 | 24 |
14 | Man Utd | 20 | 6 | 5 | 9 | 23 | 28 | -5 | 23 |
15 | Crystal Palace | 20 | 4 | 9 | 7 | 21 | 28 | -7 | 21 |
16 | Everton | 19 | 3 | 8 | 8 | 15 | 25 | -10 | 17 |
17 | Wolves | 20 | 4 | 4 | 12 | 31 | 45 | -14 | 16 |
18 | Ipswich Town | 20 | 3 | 7 | 10 | 20 | 35 | -15 | 16 |
19 | Leicester | 20 | 3 | 5 | 12 | 23 | 44 | -21 | 14 |
20 | Southampton | 20 | 1 | 3 | 16 | 12 | 44 | -32 | 6 |
Athugasemdir