Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 15:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sævar Atli kallaður í landsliðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, hefur verið kallaður inn í landsliðið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli á mánudaginn í Þjóðadeildinni.


Það verða einhverjir fjarverandi gegn Tyrklandi eftir leikinn gegn Wales í gær en Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson og þá er Jóhann Berg Guðmundsson spurningamerki þar sem hann fór haltrandi af velli.

Sævar Atli á að baki fimm landsleiki fyrir hönd A landsliðsins.

Tyrkland er á toppi riðilsins með sjö stig eftir þrjá leiki en Ísland er í 3. sæti með fjögur stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner