Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. nóvember 2020 11:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Hjörvar: Ef Gylfi er í stuði þá förum við á EM
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta stendur og fellur með Gylfa," segir Hjörvar Hafliðason en hann hitaði upp fyrir leikinn í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport í gær.

Hjörvar talar um að þegar Gylfi eigi góðan leik þá nær íslenska landsliðið yfirleitt góðum úrslitum.

„Stóra spurningin er hvort okkar langbesti leikmaður verði i stuði? Ég hef ekki séð okkur tapa oft þegar hann er í stuði. Ef Gylfi er í stuði þá förum við á EM."

„Gylfi er langmikilvægasti leikmaðurinn í liðinu. Þú sérð hvernig hann klárar Rúmeníuleikinn. Við höfum ekki átt möguleika þegar hann er ekki góður Þetta stendur og fellur með honum. Við eigum besta manninn á vellinum í kvöld."

Gylfi hefur fengið sína gagnrýni frá stuðningsmönnum Everton.

„Hann hefur byrjað alla leiki með Everton að undanförnu. Hefur hann verið að spilað vel? Nei myndi ég segja," segir Hjörvar. Guðmundur Benediktsson bendir þá á að stuðningsmenn Everton séu allavega á því.

„Það hefur enginn grætt meira á því að það séu ekki áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Sigurðsson. Hann hefði fengið fólkið á bakið á sér," segir Hjörvar.

Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 19:45. Sigurliðið kemst á EM. Hér er hitað upp fyrir stórleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner