Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. nóvember 2021 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef Elísa er að fara að hún fari í gott lið og spili"
Icelandair
Elísa Viðarsdóttir
Elísa Viðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson hrósaði Elísu Viðarsdóttur fyrir frammistöðu hennar gegn Kýpur í síðasta landsleik. Elísa spilaði í vinstri bakverði og var valin maður leikins fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hún er í landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag.

„Ég er ekki að horfa á hana [Natöshu Anasi] sem vinstri bakvörð, væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik," sagði Steini meðal annars.

Elísa æfði á dögunum með HB Köge og Rosengård og skoðar möguleikann á því að fara erlendis.

Sjá einnig:
Elísa skoðar möguleika erlendis: Kannski síðasti dansinn fyrir mig
Rasmus vonar að Elísa byrji leiki á EM - Hefur ekki rætt við Val

Steini var spurður út í Elísu. Hefuru einhverja skoðun á því hvort Elísa Viðarsdóttir eigi að fara í atvinnumennsku eða ekki?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Hún er í góðu liði hér á Íslandi og ef hún fer út þá þarf hún að fara í betra umhverfi til að bæta sig meira en hún getur gert hérna heima. Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því en ef hún er að fara að hún fari í gott lið og spili. Þá hef ég engar áhyggjur," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner