Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. nóvember 2022 11:00
Aksentije Milisic
Heimild: 433.is 
Davíð Viðars: Vorum vongóðir og þetta eru vonbrigði
Matthías.
Matthías.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Matthías Vilhjálmsson gekk í raðir Víkings á dögunum þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning við liðið. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði í samtali við 433.is að þessi ákvörðun hjá Matthíasi hafi verið mikil vonbrigði.


Hinn 35 ára gamli Matthías spilaði 26 af 27 deildarleikjum FH og alla fimm bikarleiki liðsins. Í þessum 31 leik skoraði hann níu mörk.

„Þetta kom okkur á óvart, við vissum auðvitað að samningurinn hans var að renna út um áramótin. Við vorum vongóður um að hann myndi framlengja samninginn um eitt ár. Honum stóð það til boða, þetta voru vonbrigði,“ sagði Davíð við 433.is

„Við vorum vongóður um að Matti yrði áfram, ég talaði við hann eftir tímabilið og Heimir hafði talað við hann og hitt hann. Það var aldrei neitt þannig að við töldum að þetta væri komið. Orðrómurinn um Víking hafði verið í fjölmiðlum en það er ekki fyrr en í fyrradag sem við vitum af þeim formlega.“

„Matti var frábær leikmaður fyrir FH áður en hann fór út og þessi tvö ár eftir heimkomu er ekki hægt að kvarta undan framlagi hans. Hann lagði sig alltaf 100 prósent fram en það gekk bara illa hjá liðinu þennan tíma.“

Matthías fór yfir ákvörðun sína í viðtali hjá Fotbolta.net þar sem hann sagði að það hafi verið eitt af sínum erfiðustu símtölum ævinnar að tilkynna FH að hann myndi leita annað.

„„Þetta var eitt af mínum erfiðustu símtölum á ævinni. Ég er heiðarlegur með það. Út af öllum minningunum og tengslunum. Þó það var erfitt þá var þetta eitthvað sem mig langaði að gera. Þetta er ný áskorun, fá bullandi samkeppni og að prófa nýtt umhverfi. Það var lykillinn að þessu," sagði Matthías.


Athugasemdir
banner
banner