„Venjulega er desember ekki skemmtilegur í fótbolta en núna þegar leikirnir eru mikið stærri er maður meira tilbúinn. Það vilja allir fá að spila þennan leik," sagði spenntur Nikolaj Hansen framherji Víkings á fréttamannafundi í gær.
Víkingur tekur á móti sænska liðinu Djurgarden í Sambandsdeild Evrópu klukkan 13:00 í dag en leikið er á Kópavogsvelli. Á venjulegu ári hefði Nikolaj verið að snúa til baka til æfinga eftir frí núna en með því að spila í Sambandsdeildinni er liðið enn að.
Víkingur tekur á móti sænska liðinu Djurgarden í Sambandsdeild Evrópu klukkan 13:00 í dag en leikið er á Kópavogsvelli. Á venjulegu ári hefði Nikolaj verið að snúa til baka til æfinga eftir frí núna en með því að spila í Sambandsdeildinni er liðið enn að.
„Standið á mér er mjög fínt, ég hef æft mjög vel og það hafa verið skemmtilegar æfingar. Blanda af skemmtilegum og erfiðum æfingum. Við sóknarmennirnir höfum fengið meiri æfingu í að klára. Ég er tilbúinn í þennan leik," sagði hann ennfremur á fundinum í gær.
400 stuðningsmenn fylgja Djurgarden í Kópavoginn en stuðningsmenn liðsins er þekktir fyrir að láta vel í sér heyra og eiga það til að vera óþekkir á köflum.
„Það mun hjálpa okkur, við höfum séð það í útileikjum þar sem hafa verið 10-15 þúsund stuðningsmenn. Það hjálpaði okkur meira ef eitthvað er," sagði hann. „Þetta er auðvitað stórt fyrst þegar við göngum inn á völlinn undir öskrunum en svo gleymum við því strax og í leikinn er komið. Þá styrkir þetta mann meira heldur manni á tánum að hafa meiri læti."
Athugasemdir