Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. janúar 2022 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Kamerún í 16-liða úrslit - Aftur skoraði Aboubakar tvö á nokkrum mínútum
Kamerún er fyrsta liðið til að komast áfram í 16-liða úrslit
Kamerún er fyrsta liðið til að komast áfram í 16-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kamerún 4 - 1 Eþíópía
0-1 Dawa Hotessa ('4 )
1-1 Karl Toko Ekambi ('8 )
2-1 Vincent Aboubakar ('53 )
3-1 Vincent Aboubakar ('55 )
4-1 Karl Toko Ekambi ('67 )

Það tók Kamerún ekki langan tíma að vekja leikmenn Eþíópíu eftir að þeir höfðu gengið í draumalandi í nokkrar mínútur í byrjun leiks í A-riðli Afríkukeppninnar í dag en Kamerún vann frábæran 4-1 sigur í leiknum.

Kamerún lenti undir eins og í opnunarleiknum. Markið kom eftir fjórar mínútur. Amanuel Gebremichael fékk boltann á hægri vængnum, beið í örlitla stund og sá hlaupið hjá Dawa Hotessa inn í miðjan teiginn áður en hann sendi boltann fyrir. Hotessa skoraði með góðu skoti í vinstra hornið og Eþíópia yfir í leiknum.

Gestirnir voru ekki lengi með forystuna því það var Karl Toko Ekambi, framherji Lyon, skoraði með skalla fjórum mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá hægri frá Collins Fai. Ekambi var einn og óvaldaður í teignum og skoraði nokkuð örugglega. Fyrsta mark hans á mótinu.

Varnarlína Eþíópíu spilaði mjög hátt á vellinum sem þótti afar mikil áhættu gegn fljótum framherjum eins og Ekambi og Vincent Aboubakar, en þar var það ljóst að liðið ætlaði sér að ná einhverju úr leiknum og leggja allt í sölurnar.

Bæði lið sköpuðu sér urmul af færum í fyrri hálfleiknum en staðan þó 1-1. Kamerún gekk á lagið í þeim síðari og kláraði dæmið með þremur mörkum.

Aboubakar gerði þriðja mark sitt á mótinu á 53. mínútu og aftur var það Fai með fyrirgjöfina. Aboubakar skallaði boltann og átti líklega Teklemariam Shanko að verja boltann en tókst ekki og staðan 2-1 fyrir Kamerún.

Tæpum tveimur mínútum síðar kom annað mark Aboubakar í leiknum. Kamerún keyrði hratt. Nicolas Ngamaleu kom með lága fyrirgjöf á Aboubakar sem skoraði af stuttu færi. Aftur skorar hann tvö mörk á nokkrum mínútum og fjórða mark hans í mótinu.

Ekambi skoraði svo fjórða og síðasta mark Kamerún í leiknum á 67. mínútu. Heimamenn unnu boltann á miðjunni, boltinn barst til André-Frank Anguissa sem átti gullfallega stungusendingu vinstra megin á Ekambi. Hann var með tvo varnarmenn á eftir sér og lék á þá með að hóta skoti áður en hann skaut boltanum í vinstra hornið.

Fai átti skot í stöng undir lok leiks en ekki komu fleiri mörk í þennan leik. 4-1 sigur Kamerún staðreynd og heimamenn komnir áfram í 16-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner