Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marvin Darri í Vestra (Staðfest) - Fyrirliðinn framlengir
Lengjudeildin
Marvin Darri Steinarsson.
Marvin Darri Steinarsson.
Mynd: Raggi Óla
Vestri hefur gengið frá samningi við markvörðinn Marvin Darra Steinarsson og verður hann leikmaður liðsins næsta sumar.

Marvin Darri er tvítugur að aldri og kemur hann til Vestra frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var aðalmarkvörður á síðustu leiktíð. Hann spilaði 16 leiki þegar Ólsarar féllu úr Lengjudeildinni. Þar áður var hann á mála hjá ÍA og Kára.

Brentton Muhammad var aðalmarkvörður Vestra á síðustu leiktíð og spilaði 19 leiki. Samningur hans er runnin út og ekki vitað hvort hann verði áfram. Því er það óvíst hvort að Marvin verði aðalmarkvörður eða varamarkvörður hjá liðinu.

Að sama tilefni, þá framlengdi fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson samning sinn við Vestra til ársins 2025.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi Elmars fyrir liðið okkar en þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur hann verið fyrirliði liðsins síðustu ár. Elmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik 2014 og hefur síðan þá leikið 185 leiki fyrir félagið sem er ótrúlegur árangur," segir í tilkynningu Vestra.

„Einnig viljum við nýta tækifærið og lauma því að ykkur að blekið sé alls ekki þornað í pennanum og aldrei að vita nema næstu daga eða vikur verði fleiri skemmtilegar fréttir!"

Vestri hafnaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner