Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Renard hafnar því að hafa sótt um starfið hjá Belgíu
Herve Renard
Herve Renard
Mynd: Getty Images
Herve Renard, þjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu, segir það rangt að hann hafi sótt um að gerast þjálfari belgíska landsliðsins.

Staðan hjá Belgíu er laus eftir að Roberto Martinez hætti með liðið eftir heimsmeistaramótið í Katar og ákvað þess í stað að taka við portúgalska landsliðinu.

Mörg nöfn koma til greina í stöðuna hjá Belgíu en Thierry Henry og Herve Renard hafa verið nefndir til sögunnar.

Henry var aðstoðarmaður Martinez í belgíska landsliðinu og gæti verið líklegur kostur en Renard, sem þjálfari Sádi-Arabíu, er sagður hafa sótt um stöðuna.

Hann er samningsbundinn Sádi-Arabíu til 2027 og hefur unnið ágætis starf þar en lið hans vann heimsmeistara Argentínu, 2-1, í fyrsta leik í riðlakeppni HM.

Renard hafnar hins vegar þeim sögum um að hann hafi sótt um starfið hjá Belgíu en hann svaraði fyrir sig á Twitter.

„Það er rangt farið með mál í fréttum að ég hafi sótt um að gerast þjálfari belgíska landsliðsins,“ sagði Renard.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner