Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund samþykkti tilboð frá Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýska stórveldið Borussia Dortmund hefur samþykkt kauptilboð frá Aston Villa fyrir hollenska kantmanninn Donyell Malen.

Talið er að kaupverðið hljóði upp á um það bil 25 milljónir evra, sem er fimm milljónum minna en Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn sinn.

Malen er 25 ára gamall og kom að 59 mörkum með beinum hætti í 132 leikjum hjá Dortmund. Hann hefur auk þess skorað 9 mörk og gefið 8 stoðsendingar í 41 landsleik með Hollandi.

Dortmund hefur gefið leikmanninum leyfi til að hefja opinberar viðræður við Aston Villa, sem ættu að taka mjög stuttan tíma þar sem Malen hefur þegar gefið munnlegt samþykki fyrir samningi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.


Athugasemdir
banner
banner