Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. febrúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Hún er í hópnum sem fer í byrjun mars á æfingamót í Pinatar á Spáni.

Þessi öflugi varnarmaður fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir um tveimur mánuðum síðan. Hún er frá Bandaríkjunum, en hefur leikið á Íslandi frá 2014.

Hún var hjá ÍBV í þrjú ár og skipti svo yfir til Keflavíkur. Í dag er hún fyrirliði Keflvíkinga sem féllu úr Pepsi-Max deild kvenna í haust.

„Hún fær tækifæri til að koma innn í hópinn. Þetta er æfingamót og frábært tækifæri fyrir okkur að gefa nýjum mönnum tækifæri og prófa okkur áfram með hópinn. Þarna gefst okkur frábært tækifæri til að sjá hvernig hún kemur inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag.

Natasha er í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hún segist vera stoltur Íslendingur en hún hafi ekki endilega búist við að vera valin í landsliðið.

„Ég get ekki sagt að ég hafi bú­ist við þessu, alls ekki, en ég vissi að þetta væri mögu­leiki og ég er staðráðin í að sýna að ég átti skilið að fá tæki­færi," sagði Natasha og bætir við: „Ég er mjög stolt­ur Íslend­ing­ur."

Hún á íslenskan eiginmann og dóttur sem fæddist hér á landi. Hún gerði nýlega nýjan samning við Keflavík og líkar lífið vel hér á landi. Hún gerir ekki ráð fyrir það það muni aftra sér, þegar kemur að landsliðinu, að spila með Keflavík í næst efstu deild.

Natasha komst á síðasta ári í lið ársins í Pepsi Max-deild kvenna þrátt fyrir að liðið hefði fallið úr Pepsi Max-deildinni.
Jón Þór: Græt mig ekki í svefn
Athugasemdir
banner
banner
banner