Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Sigur hjá liði Rooney - Jón Daði byrjaði
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Jón Daði byrjaði í sigri Millwall.
Jón Daði byrjaði í sigri Millwall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pukki var á skotskónum fyrir Norwich.
Pukki var á skotskónum fyrir Norwich.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var frestað í Championship-deildinni í dag út af frosti á völlum, en það fóru samt sem áður átta leikir fram í þessari næst efstu deild Englands í dag.

Lærisveinar Wayne Rooney í Derby County unnu góðan sigur á heimavelli gegn Middlesbrough og eru núna þremur stigum frá fallsvæðinu. Middlesbrough hefði getað komist þremur stigum frá umspilssæti með sigri í dag.

Jón Daði Böðvarsson byrjaði hjá Millwall og spilaði fyrri hálfleikinn í endurkomusigri gegn Reading. Millwall er í miðjumoði í 13. sæti deildarinnar á meðan Reading situr í fimmta sæti.

Norwich er komið aftur á topp deildarinnar eftir öruggan sigur gegn Stoke. Brentford getur endurheimt toppsætið með því að vinna leikinn sem þeir eiga til góða. Watford er í fjórða sæti eftir að hafa burstað Bristol City með sex mörkum gegn engu.

Á hinum enda deildarinnar vann Wycombe virkilega flottan sigur á Huddersfield í dag. Wycombe lenti 2-0 undir en vann leikinn 3-2. Wycombe er á botni deildarinnar, 13 stigum frá öruggu sæti en spurning er hvaða áhrif þessi sigur hefur á liðið.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins í deildinni og þar fyrir neðan stigatöfluna en það gæti tekið tíma fyrir hana að uppfæra sig.

Birmingham 0 - 1 Luton
0-1 Dan Potts ('31 )

Cardiff City 3 - 1 Coventry
1-0 Kieffer Moore ('31 )
2-0 Kieffer Moore ('38 )
3-0 Josh Murphy ('46 )
3-1 Dominic Hyam ('81 )

Derby County 2 - 1 Middlesbrough
1-0 Lee Gregory ('15 )
2-0 Colin Kazim-Richards ('32 )
2-1 Neeskens Kebano ('38 )

Huddersfield 2 - 3 Wycombe Wanderers
1-0 Juninho Bacuna ('18 )
2-0 Isaac Mbenza ('42 )
2-1 Anis Mehmeti ('45 )
2-2 Joe Jacobson ('63 , penalty goal)
2-3 Josh Knight ('87 )

Norwich 4 - 1 Stoke City
1-0 Todd Cantwell ('15 )
2-0 Teemu Pukki ('45 )
2-1 Nick Powell ('61 )
3-1 Emiliano Buendia ('65 )
4-1 Teemu Pukki ('80 , penalty goal)

Nott. Forest 0 - 0 Bournemouth

Reading 1 - 2 Millwall
1-0 Alfa Semedo ('18 )
1-1 Matt Smith ('76 )
1-2 Mason Bennett ('85 )

Watford 6 - 0 Bristol City
1-0 Taylor Moore ('2 , own goal)
2-0 Ismaila Sarr ('15 )
3-0 Will Hughes ('30 )
4-0 Ken Sema ('35 )
5-0 Ismaila Sarr ('55 )
6-0 Philip Zinckernagel ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner