Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 13. febrúar 2021 05:55
Aksentije Milisic
England í dag - Hvað gerir Mourinho gegn Guardiola?
Mynd: Getty Images
Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefst veislan strax í hádeginu þegar Brendan Rodgers mætir sínu gamla félagi Liverpool á King Power vellinum.

Leicester er í þriðja sæti með þremur stigum meira en Liverpool og því um gífurlega mikilvægan leik að ræða. Leicester gerði jafnteli gegn Wolves í síðustu umferð en Liverpool steinlá gegn Manchester City á Anfield.

Klukkan 15 heimsækir Burnley lið Crystal Palace og klukkan 17:30 mætast Manchester City og Tottenham. City hefur verið á ótrúlegu skriði undanfarið og unnið hvern leikinn á fætur öðrum á meðan gegn Tottenham hefur verið misjafnt. Tottenham vann fyrri leik liðanna á þessari leiktíð og er það einungis annar af tveimur leikjum sem City hefur tapað í deildinni á þessari leiktíð.

Kvöldleikurinn er viðureign Brighton og Aston Villa og hefst sá leikur klukkan 20:00.

England: Laugardagur
12:30 Leicester City - Liverpool
15:00 Crystal Palace - Burnley
17:30 Manchester City - Tottenham
20:00 Brighton - Aston Villa
Athugasemdir
banner
banner
banner