Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 13. febrúar 2021 19:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Þeir fengu eitt 'nútíma víti'
„Hvað finnst mér um leikinn?" spurði Mourinho blaðamann Sky Sports eftir leik Tottenham og Manchester City í dag. City vann 3-0 heimasigur á lærisveinum Jose Mourinho.

„Þetta var ferskt lið á móti mjög þreyttu liði, liði sem byrjaði leikinn mjög vel. Við stýrðum leiknum, skutum í stöngina og það hefði getað gefið okkur bensínið sem þurfti."

„Svo fá þeir eitt af þessum vítum sem koma upp reglulega í dag, ég kalla þau nútíma víti, það setti okkur í erfiða stöðu."

„Ég er mjög, mjög glaður með leikmennina og þeirra viðhorf. Ég var með leikmenn inn á sem gáfu allt sem þeir áttu í tvo klukkutíma fyrir nokkrum dögum."

Mourinho var einnig spurður út í 'nútíma vítaspyrnuna'.„Nútíma vítaspyrna á við um það þegar þú ert snertur, þó það sé ekki nema nögl andstæðingsins, þá er dæmt víti. Það er ekki hægt að neita því að þarna var snerting," sagði Mourinho.

Hann hafði fyrir leikinn komið inn á það að City hefði getað dreift álaginu á sínum leikmönnum í vikunni en hann tefldi fram sterku liði sjálfur gegn Everton í leik sem fór í framlengingu.

Tapið í dag var fimmta tap Tottenham í öllum keppnum í síðustu sex leikjum liðsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir