Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
Innkastið - Fyrsti hausinn fokinn
Tveggja Turna Tal - Úlfur Ágúst Björnsson
Betkastið - Eru öll lið svona jöfn í neðri deildunum?
Leiðin úr Lengjunni: Áhyggjur aukast í Árbænum og ÍR tók Breiðholtsslaginn
Útvarpsþátturinn - Í návígi við Gulla Jóns og Bestu
   þri 13. febrúar 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steven Lennon gerir upp magnaðan feril - Skórnir upp á hillu
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril hér á Íslandi. Hann er einn besti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild hér á landi og er hann í dag markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar.

Lennon ólst upp í akademíu Rangers í Skotlandi en kom hingað til lands árið 2011 til að spila með Fram. Hér festi hann rætur en hann spilaði lengst af með FH og varð algjör goðsögn hjá félaginu.

Þessi skemmtilegi Skoti kom í dag í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net þar sem hann fór yfir ferilinn og næstu skref.

Lennon er byrjaður að þjálfa í yngri flokkum FH og er hann að njóta þess mjög.

„Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið," segir Lennon í hlaðvarpinu.

„Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera."

Auðvitað er það erfið ákvörðun að hætta í fótbolta.

„Ég var ekki alveg tilbúinn stuttu eftir síðasta tímabil en ég hef verið að þjálfa mikið og ég nýt þess mikið. Það hefur gert ákvörðunina auðveldari fyrir mig. Ef ég væri að fara í eðlilegt starf og væri ekki nálægt fótboltanum, þá myndi ég sakna þess. Ég er enn í kringum strákana og hef búið til góða vináttu með öðrum þjálfurum í félaginu. Ég er eiginlega bara að halda áfram."

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner