Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Niðurtalningin - Er fólk að sofa á FH?
Niðurtalningin - Bikarinn er á brekkunni
Niðurtalningin - Bjartir tímar FRAMundan
Niðurtalningin - Sögulegt sumar í Mosó
Niðurtalningin - Taka tvö hjá Vestra
Niðurtalningin - Eyjamenn koma fagnandi
Innkastið - Lestarslys í fyrsta landsliðsglugga Arnars
Tveggja Turna Tal - Atli Guðnason
Útvarpsþátturinn - Atli Viðar um landsliðið og Bestu
Herra HK kveður völlinn - Rauður og hvítur í öll þessi ár
Enski Boltinn - Fyrsti titill Newcastle í 70 ár
Hugarburðarbolti GW 29 Newcastle bikarmeistari. 70 ára bið lokið!
Útvarpsþátturinn - Uppfærð spá, Besta og landsliðið
Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Hugarburðarbolti GW 28 Hinn heilagi andi ætlar sér í meistaradeildina!
Tveggja Turna Tal - Ólafur Þ. Harðarson
Enski boltinn - Forest, Bournemouth og Brighton í Meistaradeildina?
Útvarpsþátturinn - 28 dagar í Bestu og enska hringborðið
Tveggja Turna Tal - Hermann Hreiðarsson
Útvarpsþátturinn - Áhugaverðar breytingar í ótímabæru spánni
   þri 13. febrúar 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steven Lennon gerir upp magnaðan feril - Skórnir upp á hillu
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril hér á Íslandi. Hann er einn besti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild hér á landi og er hann í dag markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar.

Lennon ólst upp í akademíu Rangers í Skotlandi en kom hingað til lands árið 2011 til að spila með Fram. Hér festi hann rætur en hann spilaði lengst af með FH og varð algjör goðsögn hjá félaginu.

Þessi skemmtilegi Skoti kom í dag í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net þar sem hann fór yfir ferilinn og næstu skref.

Lennon er byrjaður að þjálfa í yngri flokkum FH og er hann að njóta þess mjög.

„Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið," segir Lennon í hlaðvarpinu.

„Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera."

Auðvitað er það erfið ákvörðun að hætta í fótbolta.

„Ég var ekki alveg tilbúinn stuttu eftir síðasta tímabil en ég hef verið að þjálfa mikið og ég nýt þess mikið. Það hefur gert ákvörðunina auðveldari fyrir mig. Ef ég væri að fara í eðlilegt starf og væri ekki nálægt fótboltanum, þá myndi ég sakna þess. Ég er enn í kringum strákana og hef búið til góða vináttu með öðrum þjálfurum í félaginu. Ég er eiginlega bara að halda áfram."

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner