Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Hugarburðarbolti GW 22 Justin Kluivert með Dillon þrennu!
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Enski boltinn - Góð gen, Darwizzy og brotið sjónvarp á Old Trafford
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Hugarburðarbolti GW 21 Arsenal setur pressu á Liverpool!
Enski boltinn - Þurfa að reka Ten Hag aftur og FSG á leið á svarta listann
Tveggja Turna Tal - Þórarinn Ingi Valdimarsson
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Fylkir vs Þungavigtin
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
   þri 13. febrúar 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steven Lennon gerir upp magnaðan feril - Skórnir upp á hillu
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril hér á Íslandi. Hann er einn besti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild hér á landi og er hann í dag markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar.

Lennon ólst upp í akademíu Rangers í Skotlandi en kom hingað til lands árið 2011 til að spila með Fram. Hér festi hann rætur en hann spilaði lengst af með FH og varð algjör goðsögn hjá félaginu.

Þessi skemmtilegi Skoti kom í dag í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net þar sem hann fór yfir ferilinn og næstu skref.

Lennon er byrjaður að þjálfa í yngri flokkum FH og er hann að njóta þess mjög.

„Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið," segir Lennon í hlaðvarpinu.

„Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera."

Auðvitað er það erfið ákvörðun að hætta í fótbolta.

„Ég var ekki alveg tilbúinn stuttu eftir síðasta tímabil en ég hef verið að þjálfa mikið og ég nýt þess mikið. Það hefur gert ákvörðunina auðveldari fyrir mig. Ef ég væri að fara í eðlilegt starf og væri ekki nálægt fótboltanum, þá myndi ég sakna þess. Ég er enn í kringum strákana og hef búið til góða vináttu með öðrum þjálfurum í félaginu. Ég er eiginlega bara að halda áfram."

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner