Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir leiki gegn Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar þann 20. og 23. mars.
Í hópnum er Sinclair Armstrong, sóknarmaður Bristol City, sem á einn landsleik að baki frá 2023. Þá eru þrír nýliðar í hópnum, þar á meðal Jimmy Dunne varnarmaður QPR.
Tveir nýliðar koma frá Watford, varnarmaðurinn James Abankwah (21 árs) og kantmaðurinn Rocco Vata (19 ára).
Í hópnum er Sinclair Armstrong, sóknarmaður Bristol City, sem á einn landsleik að baki frá 2023. Þá eru þrír nýliðar í hópnum, þar á meðal Jimmy Dunne varnarmaður QPR.
Tveir nýliðar koma frá Watford, varnarmaðurinn James Abankwah (21 árs) og kantmaðurinn Rocco Vata (19 ára).
Vata hefur vakið athygli með Watford í Championship-deildinni þar sem hann er með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar á tímabilinu. Faðir Vata lék með albanska landsliðinu og höfðu Albanir sýnt áhuga á að fá táninginn til að leika fyrir sitt landslið.
Heimir segir að Vata sé ekki valinn í hópinn til að fæla áhuga Albana frá.
„Það er mikið um meiðsli og það gaf okkur tækifæri til að kalla Vata í hópinn. Hann hefur spilað vel fyrir Watford á tímabilinu. Hann kemur með eitthvað annað að borðinu og getur unnið leiki. Hann hefur skorað nokkur mjög lagleg mörk á þessu tímabili," segir Heimir.
„Hann hefur unnið fyrir því að vera valinn, gerði vel með U21 landsliðinu og getur breytt leikjum."
Markverðir: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Gavin Bazunu (Standard Liege á láni frá Southampton).
Varnarmenn: Matt Doherty (Wolves), Jake O'Brien (Everton) Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), James Abankwah (Watford), Jimmy Dunne (QPR), Robbie Brady (Preston), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City).
Miðjumenn: Josh Cullen (Burnley), Jason Knight (Bristol City), Will Smallbone (Southampton), Finn Azaz (Middlesbrough), Mark Sykes (Bristol City).
Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (West Ham á láni frá Brighton and Hove Albion), Troy Parrott (AZ Alkmaar), Sinclair Armstrong (Bristol City), Rocco Vata (Watford), Mikey Johnston (West Bromwich Albion).
Athugasemdir