Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 13. apríl 2021 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rússland á EM eftir umspil
Kvenaboltinn
Rússland mun taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar.

Rússland vann Portúgal 1-0 samanlagt úr tveimur leikjum í umspili um laust sæti. Liðin enduðu í 2. sæti sinna riðla í undankeppninni, voru ekki á meðal þriggja bestu liðanna í 2. sæti og þurftu því að fara í umspil.

Seinni leikur liðanna fór fram í dag og endaði með markalausu jafntefli í Moskvu en Rússland vann 0-1 í Lissabon um helgina.

Evrópumótið fer fram á Englandi næsta sumar en því var frestað vegna heimsfaraldursins.

Ísland verður meðal þátttökuþjóða og í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja Rússlandi áfram úr umspilinu.
Athugasemdir