Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martinelli: Hann hefði getað fótbrotið mig
Martinelli í baráttunni í gær
Martinelli í baráttunni í gær
Mynd: EPA
Gabriel Martinelli var alls ekki sáttur með Christian Nörgaard, leikmann Brentford, í leik Arsenal gegn Brentford í gær.

Nörgaard fékk gult spjald fyrir brot á Martinelli eftir hálftíma leik en Mikel Arteta var ekki sáttur á hliðarlínunni og vildi sjá annan lit á spjaldinu.

„Viðbrögðin mín segja allt," sagði Arteta einfaldlega eftir leikinn.

„Ég hef ekki séð þetta aftur en ef fóturinn hefði verið á jörðinni hefði hann getað fótbrotið mig," sagði Martinelli við Sky Sports.

„Hann sagðist ekki ætla að gera þetta. Ég trúi honum en hann hefði getað fótbrotið mig. Fyrir mér er þetta rautt. Ég þarf að sjá þetta aftur til að vera viss en fyrir mér var þetta ljótt."
Athugasemdir
banner
banner