Arsenal 1 - 1 Brentford
1-0 Thomas Teye Partey ('61 )
1-1 Yoane Wissa ('74 )
1-0 Thomas Teye Partey ('61 )
1-1 Yoane Wissa ('74 )
Arsenal missti dýrmæt stig í tiitlbaráttunni þegar liðið gerði jafntefli gegn Brentford í kvöld.
Arsenal var betri aðilinn í fyrri hálfleik og tókst að koma boltanum í netið þegar Kieran Tierney skoraði en hálfsjálfvirka rangstöðutæknin tók yfir og það var ljóst að um rangstöðu var að ræða, markið dæmt ógilt.
Arsenal menn voru ekki sáttir þegar Christian Norgaard fékk að líta gula spjaldið undir lokin fyrir brot á Gabriel Martinelli en Arsenal vildi sjá annan lit á spjaldinu.
Arsenal náði forystunni eftir rúmlega klukkutíma leik eftir frábæra skyndisókn.
David Raya greip boltann eftir hornspyrnu og rúllaði honum á Declan Rice. Rice hljóp upp allan völlinn og sendi boltann á Thomas Partey sem átti fast skot yfir Mark Flekken og í netið.
Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma jafnaði Brentford metin. Það var Yoane Wissa var með frábær tilþrif og skoraði eftir að Nathan Collins skallaði boltann til hans.
Flekken gerði slæm mistök stuttu síðar þegar hann missti stjórn á boltanum og Bukayo Saka náði til hans og eftirleikurinn virtist auðveldur. Það var hins vegar Michael Kayode sem mætti á svæðið og kom í veg fyrir mark.
Saka fékk síðasta tækifæri leiksins en skot hans fór rétt framhjá markinu.
Arsenal er í 2. sæti, tíu stigum á eftir Liverpool þegar sex umferðir eru eftir en Liverpool á einn leik til góða. Brentford er í 11. sæti með 43 stig.
Athugasemdir