Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 09:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Við vorum of barnalegir"
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, var mjög svekktur eftir jafntefli liðsins gegn Leicester í gær.

Brighton tapaði dýrmætum stigum en liðið er fimm stigum frá Evrópusæti. Joao Pedro skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafnrtefli en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum.

„Ég er mjög vonsvikinn og svekktur því þetta var ekki þroskuð frammistaða, við vorum of barnalegir. Við áttum ekki meira skilið," sagði Hurzeler.

„Við gátum ekki gert grunnatriðin rétt og við gátum ekki unnið leikinn. Tímabilið er ekki búið, við verðum að bregðast við þessu."
Athugasemdir
banner