Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 13. júní 2021 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Yorkshire Pirlo' sló í gegn í frumraun sinni á stórmóti
Phillips þjarmar hér að Luka Modric, stjörnu Króata.
Phillips þjarmar hér að Luka Modric, stjörnu Króata.
Mynd: EPA
Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, kom, sá og sigraði þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu.

Phillips fékk nokkuð óvænt sæti í byrjunarliðinu og hann nýtti það svo sannarlega. Phillips hefði líklega ekki byrjað ef Jordan Henderson væri heill heilsu.

Þessi miðjumaður Leeds hljóp eins og enginn væri morgundaginn - líkt og hann gerir vanalega - og var góður þegar hann fór framar á völlinn einnig. Hann lagði til að mynda upp sigurmarkið fyrir Raheem Sterling.

Phillips var allt í öllu á miðsvæðinu og hjálpaði Englendingum að stjórna því gegn sterkri miðju Króata. Hann var maður leiksins.

Það er ekki að ástæðulausu að þessi leikmaður er kallaður Yorkshire Pirlo.



Athugasemdir