Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan telur England líklegast til að hirða gullið á EM
Jude Bellingham er lykilmaður í enska landsliðsins.
Jude Bellingham er lykilmaður í enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Ofurtölva Opta telur að enska landsliðið sé sigurstranglegast fyrir Evrópumótið sem hefst á morgun.

England tapaði 0-1 gegn Íslandi í sínum síðasta undirbúningsleik fyrir mótið en þrátt fyrir það að líkurnar séu með Gareth Southgate og hans liði. Englendingar voru nálægt því að vinna síðasta Evrópumót en töpuðu fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleiknum.

Ofurtölvan telur 19,9% líkur á að Englandi vinnu keppnina, 19,1% líkur séu á sigri Frakklands og 12,4% á að heimamenn í Þýskalandi vinni.

Ofurtölvan reiknaði út úrslit allra leikja eftir líkum sem eru bæði byggðar á sögulegum árangri og frammistöðu upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner