Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 13. júlí 2020 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikplanið ekki 'kick-and-run' - „Viljum halda boltanum"
Almarr Ormarsson.
Almarr Ormarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson, miðjumaður KA, var afar svekktur með frammistöðu síns liðs í 1-1 jafnteflinu gegn Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Í stúkunni á Greifavellinum var rætt um það að þetta hefði bara verið 'kick-and-run' fótbolti hjá KA.

Almarr segir að það hafi ekki einu sinni verið nálægt því að vera leikplanið.

„Það segir ýmislegt að það líti þannig út því það er alls ekki uppleggið," sagði Almarr. „Við æfum okkur að spila boltanum og viljum halda boltanum, og við getum það alveg."

„Einhvern veginn verðum við alltaf 'tense' á boltanum og það endar í löngum boltum og þeir eru ekkert að hjálpa okkur voðalega mikið."

„Það er undir okkur leikmönnunum komið að koma því inn á völlinn sem við erum að leggja upp með. Þetta var ekki það."

KA er með þrjú stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Viðtalið við Almarr má sjá í heild sinni hér að neðan.
Almarr: Þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner