Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á mörg fótboltafélögin og þar á meðal Fjarðab/Hött/Leikni í 2. deild kvenna með þeim hætti að tveir lykilmenn liðsins hafa ekki skilað sér til landsins.
Victoria Swift og Karyn Forbes voru báðar hjá félaginu síðasta sumar og sömdu áfram við félagið fyrir þetta sumar.
Þær koma frá Trínidad og Tóbagó og hafa ekki enn geta flogið til landsins. Þær voru báðar talar upp sem lykilmenn í umfjöllun fyrir tímabilið.
Victoria Swift og Karyn Forbes voru báðar hjá félaginu síðasta sumar og sömdu áfram við félagið fyrir þetta sumar.
Þær koma frá Trínidad og Tóbagó og hafa ekki enn geta flogið til landsins. Þær voru báðar talar upp sem lykilmenn í umfjöllun fyrir tímabilið.
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari Fjarðab/Hattar/Leiknis, var í viðtali við Fótbolta.net síðastliðið föstudagskvöld og sagði þá: „Eina karabíska eyjan sem er ekki að fljúga er Trínidad. Vonandi fer að opnast flug þangað og þá koma þær inn."
Vonast er til þess að þær muni báðar koma til landsins í þessum mánuði.
Fjarðab/Höttur/Leiknir er sem stendur í þriðja sæti 2. deildar kvenna.
Viðtalið má horfa á í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir