Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Magnþrungin spenna í deildinni hjá Viðari Erni
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu þegar Yeni Malatyaspor tapaði 0-1 á heimavelli gegn Besiktast í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Bakvörðurinn Caner Erkin skoraði sigurmark Besiktas úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleiknum.

Þegar tvær umferðir eru eftir eru Viðar Örn og félagar einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með jafnmörg stig og tvö lið fyrir neðan en með betri markatölu. Það er mikil spenna í þessu og þetta mun allt saman ráðast á lokasprettinum.

Sóknarmaðurinn Viðar Örn er í láni í Tyrklandi frá Rostov í Rússlandi. Viðar verður áfram hjá Yeni Malatyaspor á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner