
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gaf það út á fréttamannafundi fyrir stuttu að allir leikmenn íslenska liðsins væru klárar í slaginn fyrir leikinn gegn Ítalíu á morgun, nema markvörðurinn Telma Ívarsdóttir sem meiddist á æfingu. Það er óvíst hvort hún verði með.
Um er að ræða annan leik liðsins á Evrópumótinu í Englandi, en það er mjög mikilvægt að ná í sigur í þessum leik upp á það að komast áfram.
Um er að ræða annan leik liðsins á Evrópumótinu í Englandi, en það er mjög mikilvægt að ná í sigur í þessum leik upp á það að komast áfram.

Við spáum því að Þorsteinn geri engar breytingar á liði sínu fyrsta leiknum gegn Belgíu, að hann haldi í sama lið og byggi ofan á það sem var gott í fyrsta leiknum.
Mögulega verða einhverjar áherslubreytingar hér og þar en við spáum því að sömu ellefu leikmenn muni byrja leik númer tvö á þessu móti.
Athugasemdir