Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 13. júlí 2024 16:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cucurella opnar sig um mikla erfiðleika hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Marc Cucurella leikmaður Chelsea og spænska landsliðsins hefur tjáð sig um miklar áskoranir sem hann hefur þurft að sigrast á hjá enska liðinu.


Cucuella gekk til liðs við Chelsea frá Brighton sumarið 2022. Hann sagði í viðtali við The Athletic að það fylgir því miklu meiri pressa að spila með liði eins og Chelsea þar sem ætlast er til að vinna alla leiki.

Chelsea hefur verið í miklum vandræðum innan vallar undanfarið og hefur Cucurella fengið sinn skerf af gagnrýni. Hann hefur einnig verið í miklum vandræðum utan vallar.

„Ég átti í miklum vandræðum. Ég var á hóteli fyrstu tvo mánuðina ásamt fjölskyldu minni, fljótlega eftir að við fundum stað til að búa á var brotist inná heimilið okkar. Svo var ég á spítala í tvo daga út af því ég veiktist," sagði Cucurella.

„Ég missti nokkur kíló og þurfti að byrja upp á nýtt til að koma mér í form. Það var ekki auðvelt að koma til baka. Liðið gat heldur ekki fundið taktinn á vellinum."

„Að lokum þá gagnrýndu stuðningsmennirnir mig og aðra liðsfélaga út af verðmiðanum á okkur, það hefur ekkert með mig að gera. Ef þessi peningur hefði farið beint í vasann hjá mér hefði þetta kannski verið sanngjarnt. Fólk ætlast til þess að maður sé vél þegar maður kostar svona mikið," sagði Cucurella að lokum.

Cucurella hefur verið stórkostlegur í spænska liðinu sem mun spila í úrslitum á EM gegn Englandi á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner