Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   þri 13. ágúst 2024 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs í þriggja leikja bann
Stjarnan og Vestri án þriggja í næstu umferð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill ekki með gegn Blikum.
Sigurður Egill ekki með gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson fær einn aukaleik í bann í kjölfar rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Víkings og Vestra á sunnudag. Arnar var alveg trylltur út í dómara leiksins í aðdraganda jöfnunarmarks Vestra og jós úr skálum reiði sinnar í viðtölum eftir leikinn.

Þetta var hans annað rauða spjald í sumar og því fór hann sjálfkrafa í tveggja leikja bann, en hann fær einn leik fyrir ósæmilega hegðun. Arnar verður því í banni gegn ÍA, KR og Val.

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ er einnig sagt frá því að Ívar Örn Jónsson verði í banni í næsta leik HK, Ívar Örn Árnason missir af næsta leik KA, Böðvar Böðvarson missir af næsta leik FH, Ásgeir Eyþórsson verður í banni í næsta leik Fylkis, Atli Hrafn Andrason missir af næsta leik HK, Steinar Þorsteinsson verður ekki með ÍA í næsta leik vegna leikbanns, Aron Þórður Albertsson verður ekki með KR í næsta leik og Sigurður Egill Lárusson missir af stórleiknum gegn Breiðabliki.

Þeir Guðmundur Kristjánsson, Emil Atlason og Örvar Eggertsson verða ekki með Stjörnunni gegn KA á Akureyri og þeir Sergine Fall, Gunnar Jónas Hauksson og Vladimir Tufegdzic verða í banni þegar Vestri tekur á móti KR.

Næstu leikir í Bestu karla:
fimmtudagur 15. ágúst
19:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)

laugardagur 17. ágúst
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)

sunnudagur 18. ágúst
17:00 KA-Stjarnan (Greifavöllurinn)
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)

mánudagur 19. ágúst
18:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner