Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 12. ágúst 2024 11:45
Elvar Geir Magnússon
„Arnar verður að hætta þessari vitleysu“
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lárus Orri Sigurðsson sérfræðingur á Stöð 2 Sport segir að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, verði að hemja skap sitt á hliðarlínunni betur. Arnar fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu í 1-1 jafntefli gegn Vestra í gær.

Arnar var bálreiður yfir því að ekki var dæmd aukaspyrna í aðdragandanum að jöfnunarmarki Vestra en Lárus Orri telur að dómararnir hafi gert rétt, ekki hafi verið um aukaspyrnu að ræða.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Það á svo hrikalega margt eftir að gerast áður en markið kemur. Það er hægt að fara í gegnum varnarmistökin þegar markið er skorað. Ég held að Arnar átti sig alveg á því þegar hann kemur heim til sín að hann hljóp á sig þarna," segir Lárus Orri í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport.

Arnar er á leið í tveggja leikja bann.

„Arnar er líklega mikilvægasti hlekkur Víkinga. Ef hann ætlar að verða Íslandsmeistari verður hann að hætta þessari vitleysu. Heldur þú að Arnar væri ánægður með leikmann hjá sér sem væri að fá rauð spjöld því hann væri að rífa kjaft vegna dómgæslu? Þetta bara gengur ekki."

„Arnar er frábær þjálfari, sigursæll og með alla þessa titla. Nú verður hann að skera þetta út. Það gengur ekki lengur að hann sé að fá rauð spjöld ofan á rauð spjöld út af því að það kemur smá mótlæti gegn honum. Allir dómar koma ekki til með að falla með honum, það er alveg pottþétt," segir Lárus.

Viðtal við Arnar eftir leik í gær, sem sjá má hér að neðan, hefur vakið mikla athygli en þar gagnrýnir hann dómgæsluna harðlega.

„Ég skil ekki af hverju hann ætti að fá einhverja hjálp frá dómurunum til að vinna titilinn. Þeir verða bara að gera það einir og sér eins og allir hafa gert."
Arnar Gunnlaugs: Ég held að þeir séu ekkert að fylgjast með leiknum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner