Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 11. ágúst 2024 17:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ég held að þeir séu ekkert að fylgjast með leiknum
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Sár og svekktur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik í dag. 

„Við vorum komnir í 1-0 frekar snemma og það var alveg augljóst að við vorum bara búnir á því. Það er þó ekkert hægt að setja út á strákana því þeir gerðu sitt besta. Við vorum farnir að skipta inn á ansi mikið af leikmönnum og þurftum að breyta liðinu mikið svo það er ekkert út á þá að setja." 

Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins og fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að sjá rauða spjaldið fyrir kröftug mótmæli. 

„Þetta var byrjað miklu fyrr en það. Ég held að þeir séu bara ekkert að fylgjast með leiknum. Eiður Aron á að fá rautt spjald þegar Valdi er komin einn í gegn. Það eru bara staðsetningar og annað sem er svo "way off" í nútíma elítu fótbotla. Þetta er bara svo slakkt."

„Ef maður segir eitthvað þá á maður að sýna fordæmi og svo kemur eitthvað twitter kjaftæði en það á við þegar foreldrar eru að rífa kjaft í 6. flokki og 4. flokki, 5. flokki en við erum í meistaraflokki og ef dómarar þola ekki einhverja gagnrýni og fara að grenja og eitthvað þess háttar þegar þjálfarar sem eru að berjast um titilinn er að treysta á að frammistöður séu í lagi. Ekki vera í íþróttum, í guðana bænum ef þú þolir ekki gagnrýni ekki vera í íþróttum." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner