Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
   sun 11. ágúst 2024 17:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Ég held að þeir séu ekkert að fylgjast með leiknum
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Sár og svekktur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik í dag. 

„Við vorum komnir í 1-0 frekar snemma og það var alveg augljóst að við vorum bara búnir á því. Það er þó ekkert hægt að setja út á strákana því þeir gerðu sitt besta. Við vorum farnir að skipta inn á ansi mikið af leikmönnum og þurftum að breyta liðinu mikið svo það er ekkert út á þá að setja." 

Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins og fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að sjá rauða spjaldið fyrir kröftug mótmæli. 

„Þetta var byrjað miklu fyrr en það. Ég held að þeir séu bara ekkert að fylgjast með leiknum. Eiður Aron á að fá rautt spjald þegar Valdi er komin einn í gegn. Það eru bara staðsetningar og annað sem er svo "way off" í nútíma elítu fótbotla. Þetta er bara svo slakkt."

„Ef maður segir eitthvað þá á maður að sýna fordæmi og svo kemur eitthvað twitter kjaftæði en það á við þegar foreldrar eru að rífa kjaft í 6. flokki og 4. flokki, 5. flokki en við erum í meistaraflokki og ef dómarar þola ekki einhverja gagnrýni og fara að grenja og eitthvað þess háttar þegar þjálfarar sem eru að berjast um titilinn er að treysta á að frammistöður séu í lagi. Ekki vera í íþróttum, í guðana bænum ef þú þolir ekki gagnrýni ekki vera í íþróttum." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner